SMELLUM SAMAN!

Öll við þráum sannarlega tryggð og traust,
við trúum því að öryggið sé endalaust,
en hamingjan er brothætt þegar hættan steðjar að.
Svo er nú það.

Lukkan stýrir okkur yfir lífsins veg.
Léttúðin er sannarlega hættuleg.
Við förum okkur hægt meðan við finnum rétta slóð,
á þessum skrjóð.

Ég býð þér upp í bílinn með mér
og við brunum strax af stað.
Við eigum okkur lítinn leynistað.

Og núna finn ég að við smellum saman,
já við smellum saman og
farsældin til ferðalaga
fylgir okkur alla daga.
Smellum saman,
já við smellum saman og
lífið aldrei beitir brellum
bara ef við alltaf smellum saman.

Nýtum þennan yndislega dýrðardag
og drífum okkur tvö í þetta ferðalag.
Á þjóðveginum mætir okkur þoka, regn og snjór
og hann er mjór.

Förum gegnum skafrenninginn hönd í hönd,
hinum megin sólarljós og ókunn lönd.
Við bundin erum ástinni með beltin þéttingsföst
og það er möst.

Ég býð þér upp í bílinn með mér
og við brunum strax af stað.
Við eigum okkur lítinn leynistað.

Og núna finn ég að við smellum saman,
já við smellum saman og
farsældin til ferðalaga
fylgir okkur alla daga.
Smellum saman,
já við smellum saman og
lífið aldrei beitir brellum
bara ef við alltaf smellum saman.

Þú og ég,
við höldum heim á leið.
Við smellum saman bæði tvö.
Hjörtun okkar smella saman bæði tvö.

Þú og ég,
við höldum heim á leið.
Við smellum saman bæði tvö.
Hjörtun okkar smella saman bæði tvö.

Smellum saman,
já við smellum saman og
farsældin til ferðalaga
fylgir okkur alla daga.
Smellum saman,
já við smellum saman og
lífið aldrei beitir brellum
bara ef við alltaf smellum saman.